#6 Skoðanir ClubDub

#6 Skoðanir ClubDub

0 Umsagnir
0
Episode
7 of 386
Lengd
1Klst. 28Mín.
Tungumál
íslenska
Gerð
Flokkur
Sjálfsrækt

***EINA VIÐTAL CLUBDUB Í KJÖLFAR ÚTGÁFU NÝRRAR TÓNLISTAR***

–Begga (þolfall) langar til Winnipeg. En hverjum er ekki drullusama? ClubDub komu í eina viðtalið sem þeir gefa í tilefni nýrrar plötu. Sem þeir segja samt að sé ekki plata. Þeir kalla sig listamenn.

–Allt frá „er hægt að þrá Rolex úr en segjast ekki vera materíalískur?“ til „við tölum ekki um dýraníð í þessum þáttum“.

–Og hvaða rusl er ClubDub?

–Bílskúr í Grafarvogi. Einbýlishús í 101. Úr hvoru tveggja er víst lárétt boðleið inn í Versló. En fall Íkarosar er lóðrétt fyrirbæri. Teknir fyrir það að svindla á prófi. Engin fjallabaksleið greið í malbiksmartröðinni Reykjavík. Aron stúdent úr FG. Brynjar úr MK. Og nú: ClubDub.

–Það leynist enginn boðskapur undir öllu skrautinu. Öllu heldur er skrautið sjálfur boðskapurinn.

–ClubDub ruddu nýjar brautir með Juice Menu sumarið 2018. Síðan hafa þeir ekki hætt að gigga. Nú kemur meiri tónlist. En þeir standa fyrir aðeins meira en bara (innan)tóma tónlist.

–Planið þeirra er að miðla lífstíl, ekki bara tónum í mismunandi röð. Og það má vera smá á ensku líka, í guðanna bænum. Að neita sér um slettur er að sækja vatnið yfir lækinn. Icelandic Mineral Water er bara eins og hvað annað vatn.

–„Þetta var bara fínt, er það ekki?“ heyrist í Aroni þegar hann á að vera hættur að tala.

–Juice-inn er á vegum Útvarps 101, eins og er margframkomið.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036
Cover for #6 Skoðanir ClubDub

Other podcasts you might like ...