Flóð: 10 – Börnin frá Flateyri

Flóð: 10 – Börnin frá Flateyri

4.7 Umsagnir
0
Episode
10 of 10
Lengd
43Mín.
Tungumál
íslenska
Gerð
Flokkur
Óskáldað efni

Stórt snjóflóð féll á Flateyri á Vestfjörðum árið 1995. Hvernig á að segja svona viðkvæma sögu? Samhliða leiksýningunni Flóð, sem var á fjölum Borgarleikhússins, unnu Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín 10 þátta hlaðvarp um tildrög verksins, sköpunarferlið og sögu snjóflóðsins.

Leikverkið sjálft er svokallað heimildaverk og byggir á viðtölum Björns og Hrafnhildar við aðstandendur og eftirlifendur snjóflóðsins sem féll á Flateyri. Í hlaðvarpinu er skyggnst bak við sköpunarferlið og tildrög verksins könnuð sem og viðbrögð leikhússins, viðbrögð viðmælenda og aðstandenda, óvæntar uppákomur sem verða á leiðinni og vangaveltur höfunda um verkefnið. Inn í þetta fléttast svo viðtölin sjálf og saga snjóflóðsins á Flateyri. Björn og Hrafnhildur leiða hlustendur í gegnum þættina líkt og sögumenn, og gefa þeim þannig innsýn í flókið ferli leikritunar, heimildaöflunar og úrvinnslu.

Í tíunda og síðasta þætti er hugað að þeim sem voru börn og unglingar þegar snjóflóðið féll á Flateyri.

Umsjón: Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir Framleiðendur: Rás 1 og Borgarleikhúsið

Heimildaserían Flóð var unnin í samstarfi við Borgarleikhúsið og Rás1. Serían var fyrst flutt á Rás1.


Hlustaðu og lestu

Stígðu inn í heim af óteljandi sögum

  • Lestu og hlustaðu eins mikið og þú vilt
  • Þúsundir titla
  • Getur sagt upp hvenær sem er
  • Engin skuldbinding
Prófa frítt
is Device Banner Block 894x1036
Cover for Flóð: 10 – Börnin frá Flateyri

Other podcasts you might like ...