Hljóðbrot
Jólasveinarannsóknin - Benný Sif Ísleifsdóttir, Benný Sif Ísleifssdóttir

Jólasveinarannsóknin

Jólasveinarannsóknin

4,53 177 5 Höfundur: Benný Sif Ísleifsdóttir, Benný Sif Ísleifssdóttir Lesari: Árni Beinteinn Árnason
Hljóðbók.
Rafbók.
Dagana þrettán fyrir jól sefur Baldur álíka lítið og gamlir afar. Hann er nefnilega andvaka af spenningi yfir fjallabræðrunum þrettán og hreinlega að missa sig af tilhlökkun.

Þrettán dagar til jóla!
Þrettán sveinar í röð!
Þrettán skógjafir!
Þrettán góðar ástæður til að missa sig af spenningi!
(Segðu svo að þrettán sé óhappatala!)

Þetta vökustand á Baldri mun sannarlega ekki breytast í ár – það er alveg ábyggilegt – því Baldur og vinir hans, Elías og Hjörtur, fengu frábæra hugmynd. Þeir ætla að gera rannsókn með yfirskriftinni: Eru jólasveinar til í alvörunni?

Þeir vinirnir eru ekki alveg vissir og sum bekkjarsystkin segja blákalt nei! Vopnaðir spjaldtölvum, vasaljósum, reglustriku, jólaseríum og einum apa hefjast vinirnir þrír handa. Samhliða leitinni að sannleikanum um tilvist jólasveinanna komast þeir að einu og öðru …
Tungumál: Íslenska Flokkur: Barnabækur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-12-02
Lengd: 2Klst. 40Mín
ISBN: 9789179415020

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Bókabeitan
Útgefið: 2020-10-22
ISBN: 9789935481191
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga