Hljóðbrot
Þú - Caroline Kepnes

Þú

Þú

3.33 42 5 Höfundur: Caroline Kepnes Lesari: Arnmundur Ernst Backman Björnsson
Sem hljóðbók.
Ung, hrífandi rithöfundaspíra að nafni Beck rambar dag einn inn í bókabúð í East Village í New York. Bóksalinn Joe verður samstundis ástfanginn af henni. Hann sér nafnið hennar á kreditkortinu sem hún borgar með og gúglar það á netinu.

Það verður til þess að hann kemst inn á Facebook- og Twitter-reikningana hennar. Honum tekst ekki aðeins að fylgjast með öllum hennar athöfnum heldur fer hann smám saman að stjórna lífi hennar.

Með útsmognum og kaldrifjuðum hætti fjarlægir hann allar hindranir sem gætu staðið í vegi fyrir því að hann nái ástum hennar. Æsispennandi sálfræðitryllir eins og þeir gerast bestir.

Bandaríski metsöluhöfundurinn Caroline Kepnes er frá Cape Cod í Massachusetts en býr núna í Los Angeles. Hún hefur helgað sig bókaskrifum eftir að Þú sló í gegn, bæði sem bók og sjónvarpsþáttaröð á Netflix.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Spennusögur Titill á frummáli: You Þýðandi: Þórdís Bachmann

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-01-24
Lengd: 13Klst. 34Mín
ISBN: 9789179418892
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga