Hljóðbrot
Hnotubrjóturinn og músakóngurinn - E.T.A. Hoffmann, Hulda Vigdísardóttir

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn

4.25 16 5 Höfundur: E.T.A. Hoffmann, Hulda Vigdísardóttir Lesari: Jóhann Sigurðarson
Sem hljóðbók.
Aðfangadagur er genginn í garð og systkinin María og Friðrik Stálholt bíða eftirvæntingarfull eftir að bjöllur hringi inn jólin. Andrúmsloftið er þrungið tilhlökkun og allt tindrar í dásemdarlitskrúði. Meðal gjafanna sem börnin fá leynist lítill hnotubrjótur sem María tekur strax miklu ástfóstri við og fljótt kynnist hún undraverðum ævintýraheimi hans.

Hnotubrjóturinn og músakóngurinn er sannkallað jólaævintýri sem hefur á rúmum 200 árum skipað sér stóran sess í hjörtum barna og fullorðinna um heim allan. Verkið birtist fyrst á prenti í Berlín árið 1816 en þetta er fyrsta íslenska þýðingin og jafnframt sérstök heiðursútgáfa. Höfundur verksins, E. T. A. Hoffmann (1776-1822), er einn aðalhöfunda rómantísku stefnunnar og brautryðjandi í skrifum rómantískra furðusagna en ævintýrið um hnotubrjótinn og músakónginn er tímamótaverk í bókmenntasögunni. Hulda Vigdísardóttir þýddi verkið úr upprunalegum texta Hoffmanns en í honum er að finna ýmsar vísur þar sem einna mest er spilað á rím og hrynjandi og yfirleitt eru hljóðgervingar þar í algeru lykilhlutverki. Við þýðingu var íslenskum reglum í óðfræði og ljóðlist fylgt með tilliti til merkingarlegs innihalds frumtextans. Íslenska þýðingin státar jafnframt af fleiri erindum en þýska frumútgáfan og því eru ljóðin einnig höfundarverk þýðandans.

Jóhann Sigurðarson les.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Titill á frummáli: Nußknacker und Mausekönig Þýðandi: Hulda Vigdísardóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-12-13
Lengd: 2Klst. 53Mín
ISBN: 9789179419004
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga