Hljóðbrot
Dóttir frostsins - Margit Sandemo

Dóttir frostsins

Dóttir frostsins

4.54 114 5 Höfundur: Margit Sandemo Lesari: Esther Talía Casey
Sem hljóðbók.
Sem rafbók.
Dólgur leggur upp í sína síðustu ferð í leitinni að Hinni heilögu sól. Með honum eru systkini hans og Lemúrarnir, að ógleymdum Neró. Leið þeirra liggur um álagaskóginn Tiveden en þau eru ekki ein á ferð. Í humátt á eftir þeim fara undirförlir regluriddararnir og auk þeirra leynast ýmsar vættir í skóginum. Þau kynnast ungri, dularfullri konu sem á við erfið vandamál að glíma og svo virðist sem kynni þessi muni tefja fyrir för þeirra. En ef til vill er leyndarmál hennar það eina sem getur bjargað þeim þegar á reynir.

Galdrameistarinn Móri stendur andspænis riddurum Reglu hinnar heilögu sólar og á bak við hann og börnin bíður banvæn mýrin eftir fórn sinni. Sólin helga er svo nálæg en nú loks þegar þau eru komin á áfangastað virðast vopnin ætla að snúast í höndunum á þeim. Tekst þeim að sigra staðfasta riddarana í eitt skipti fyrir öll? Nær Dólgur að ljúka ætlunarverki sínu hér á jörðinni? Þau uppgötva fljótt að síðustu skrefin til hins ókunna heims eru síst þau auðveldustu.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ástarsögur Seríur: Galdrameistarinn: 14 Titill á frummáli: Frostens dotter Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir, Edda R. H. Waage

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-02-25
Lengd: 6Klst. 28Mín
ISBN: 9789179312299

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: JENTAS IS
Útgefið: 2017-05-09
ISBN: 9789979640806
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga