Hljóðbrot
Þvoðu þér í framan, stelpa - Rachel Hollis

Þvoðu þér í framan, stelpa

Þvoðu þér í framan, stelpa

4,2 160 5 Höfundur: Rachel Hollis Lesari: Kristín Pétursdóttir
Hljóðbók.
Finnst þér stundum eins og allir séu með líf sitt á hreinu nema þú? Ef þú svaraðir því játandi þá vill Rachel Hollis segja þér svolítið: Það er lygi.

Þessi bók er skrifuð fyrir ungar konur sem eru að reyna að halda öllum boltum á lofti, með misjöfnum árangri. Hvort sem það tengist fjölskyldulífinu, fyrirtækjarekstri eða allt í bland, þá er Rachel Hollis með reynslusögu fyrir þig.

Þessi bók er bæði ögrandi og upplífgandi en í henni flettir Rachel ofan af tuttugu lygum og rangtúlkunum sem koma of oft í veg fyrir að við lifum gleðiríku og afkastamiklu lífi; lygar sem við höfum sagt sjálfum okkur svo oft að við erum hættar að heyra þær.

Með átakanlegri hreinskilni og óttalausum húmor fer Rachel yfir blekkingarnar sem fengu hana einu sinni til að finnast hún útkeyrð og einskisverð, og sýnir sérstakar æfingar sem hjálpuðu henni að sigrast á þeim. Í leiðinni hvetur hún, skemmtir og gefur jafnvel smá spark í rassinn, til að sannfæra þig um að þú gerir allt sem í þínu valdi stendur til að verða sönn og verða lífsglaða, sjálfsörugga konan sem þér var ætlað að verða.

Bók sem allar ungar konur og mömmur þeirra VERÐA að lesa!

#1 Á METSÖLULISTA NEW YORK TIMES
Tungumál: Íslenska Flokkur: Óskáldað efni Titill á frummáli: Girl, Wash Your Face Þýðandi: Berglind Baldursdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-01-10
Lengd: 6Klst. 35Mín
ISBN: 9789179416669
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna