Hljóðbrot
Markúsarguðspjall - Ýmsir

Markúsarguðspjall

Markúsarguðspjall

4,2 5 5 Höfundur: Ýmsir Lesari: Guðjón Davíð Karlsson
Hljóðbók.
Markúsarguðspjall er talið elst guðspjallanna. Bæði Matteus og Lúkas nota hnitmiðaðan söguþráð þess ásamt öðrum heimildum sem uppistöðu og einu nafni eru Matteusar-, Markúsar- og Lúkasarguðspjall nefnd samstofna guðspjöllin. Markús hefur frásögn sína á því að geta orða spámanns Jesajabókarinnar er boðaði komu þess er fara skyldi á undan Messíasi og segir síðan frá Jóhannesi skírara. Hann greinir frá atburðum í lífi Jesú, dauða og upprisu en varðveitir minna efni úr kenningum og ræðum Jesú en önnur guðspjöll. Hann boðar Krist sem Guðs son er vald hafði til að kenna og lækna. Hann lýsir Jesú sem Mannssyninum er kom til þess að gefa líf sitt fyrir aðra. Tákn Markúsar guðspjallamanns er ljónið.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Andleg málefni Seríur: Nýja testamentið: 2 Titill á frummáli: Novum Testamentum Þýðandi: Hið íslenska biblíufélag

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hið íslenska biblíufélag
Útgefið: 2020-01-05
Lengd: 1Klst. 39Mín
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga