Hljóðbrot
Filippíbréfið - Ýmsir

Filippíbréfið

Filippíbréfið

5.0 2 5 Höfundur: Ýmsir Lesari: Arnar Jónsson
Sem hljóðbók.
Filippíbréfið hefur verið nefnt „bréf gleðinnar“ þótt Páll sé í fangelsi er hann ritar það. Söfnuðurinn í Filippí í Grikklandi var fyrsti söfnuðurinn sem Páll stofnaði í Evrópu (sbr. Post 16.11−16.16) og aðalerindi bréfsins var að þakka söfnuðinum fyrir gjöf sem hann hafði sent Páli. Jafnframt notar hann tækifærið til að hvetja söfnuðinn og minna hann á inntak fagnaðarerindisins því að villukenningar höfðu verið fluttar í Filippí. Gegn þeim setur hann fram höfuðsannindi fagnaðarerindisins í hnitmiðuðu máli og leggur áherslu á að Kristur sé líf trúaðs manns (1. kafli) og að niðurlæging Krists sé til eftirbreytni í auðmýkt og hlýðni (2. kafli). Postulinn hvetur menn til að gleðjast og fagna af því að Kristur veitir fólki von og styrk í öllum aðstæðum lífsins (3. og 4. kafli). Lofsöngurinn í 2.6−2.11 um tign Jesú sem menn eiga að trúa á er traust heimild um að frumkirkjan hafi trúað staðfastlega á fortilveru Krists.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Trúarbrögð og andleg málefni Seríur: Nýja testamentið: 11 Titill á frummáli: Novum Testamentum Þýðandi: Hið íslenska biblíufélag

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hið íslenska biblíufélag
Útgefið: 2020-01-05
Lengd: 17Mín
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga