Hljóðbrot
Lífsreynslusögur Vikunnar: 01 - Vikan

Lífsreynslusögur Vikunnar: 01

Lífsreynslusögur Vikunnar: 01

3.83 107 5 Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir
Sem hljóðbók.
Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í fyrsta þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Frábær föðursystir:
„Ég var aðeins þriggja ára þegar mamma og pabbi skildu. Pabbi minn var drykkjumaður og á skömmum tíma tókst honum að drekka sig frá mannlegu samfélagi. Hann vann í einhverjum skorpum en drakk þess á milli. Hann hafði aldrei samband við mig og ég vissi ekki einu sinni almennilega hver pabbi minn var fyrr en ég var ellefu ára og kynntist föðursystur minni.“

- Ég átti mér engan verndara:
„Mamma var fimmtán ára þegar hún átti mig. Foreldrar hennar ráku hana að heiman en sáu síðar eftir því og buðu henni að koma heim aftur. Mamma vildi ekki þiggja það og sagði að þau yrðu að standa við ákvörðun sína. Við mæðgur vorum því á stöðugum þvælingi allan minn uppvöxt, úr einu húsnæðinu í annað, og ótal karlmenn komu og fóru í lífi okkar. Mamma drakk mikið og ég átti því, ólíkt öðrum börnum, engan verndara eða málsvara til að passa mig.“

- Ástin lék systur mína grátt:
„Yngsta systir mín er áratug yngri en það systkin sem næst henni er í aldri. Hún var alltaf augasteinn okkar hinna og við vildum vernda hana sem best við gátum. Þegar hún kynntist ástinni kom þó fljótlega í ljós að enginn gat verndað hana og oft var erfitt fyrir fjölskylduna að standa hjá meðan hún leysti sín mál sjálf. Því miður er það þó svo að allir verða að reka sig á og enginn getur lifað lífinu fyrir annan.“

- Lygaflækja:
„Þegar þeir atburðir gerðust sem ég ætla að segja frá bjó ég ein með syni mínum í lítilli íbúð á góðum stað í Reykjavík. Ég var í námi og hann á leikskóla. Stundum var ég einmana eins og gengur og gerist en faðir drengsins og ég höfðum skilið nokkru áður. Eftir skilnaðinn var ég um tíma í sambandi sem gekk ekki upp vegna þess að ég uppgötvaði að ég hafði einungis farið inn í það samband til að fá huggun í þeirri vanlíðan sem skilnaðurinn við barnsföður minn olli mér.“
Tungumál: Íslenska Flokkur: Almennar bækur Seríur: Lífsreynslusögur Vikunnar: 1 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-01-24
Lengd: 34Mín
ISBN: 9789179732455
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga