Hljóðbrot
Lífsreynslusögur Vikunnar: 02 - Vikan

Lífsreynslusögur Vikunnar: 02

Lífsreynslusögur Vikunnar: 02

3.66 71 5 Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir
Sem hljóðbók.
Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Einmanaleikinn leiddi mig í ógöngur:
„Ég er einmana maður og hef mjög lítið sjálfstraust. Ég hef reynt ýmsar leiðir til að nálgast hitt kynið, bæði Netið og SMS-skilaboð. Sjálfstraust mitt er það lítið að ég þori ekki að reyna við kvenfólk á djamminu niðri í bæ svo ég fór að reyna aðrar leiðir. Það endaði með því að ég þurfti að leita mér aðstoðar vegna fíknar. Ég var stöðugt á einkamálasíðum og sendi látlaus SMS-skilaboð. Ég veit að þetta hljómar fáránlega en þetta er því miður satt og ég hef eyðilagt mannorð mitt með þessu rugli. Mig langar að segja sögu mína svo hún megi verða öðrum víti til varnaðar.“

- Leyndarmál míns fyrrverandi:
„Fyrir um áratug yfirgaf maðurinn minn mig og fljótlega eftir skilnaðinn fór hann að búa með annarri konu. Ég hélt að hann væri mjög hamingjusamur en annað kom í ljós þegar við hittumst nýlega. Hann opnaði sig fyrir mér og sagði mér m.a. frá stórri ákvörðun sem hann tók. Hvort hann stendur við hana verður þó tíminn að leiða í ljós.“

- Hættulegur fjölskylduráðgjafi:
„Fyrir rúmu ári leitaði vinkona mín til fjölskylduráðgjafa. Erfiðleikar voru í hjónabandinu sem aukin drykkja ásamt ofbeldi hafði sett sinn lit á síðustu mánuðina. Þessi svokallaða meðferð, sem hún og maður hennar fóru í, á lítt skylt við fagmennsku, heldur gerði hjónabandinu illt verra ef eitthvað var.“

- Flúðum undan slúðrinu:
„Fyrir nokkrum árum fékk maðurinn minn tilboð um góða vinnu á litlum stað úti á landi. Menntun mín er þannig að ég á auðvelt með að fá vinnu hvar sem er og þar sem þetta var gott tækifæri fyrir hann ákváðum við að slá til. Bæjarslúðrið var hins vegar svo rosalegt að eftir árið var ég búin að fá nóg og við flúðum til borgarinnar aftur.“
Tungumál: Íslenska Flokkur: Almennar bækur Seríur: Lífsreynslusögur Vikunnar: 2 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-01-31
Lengd: 35Mín
ISBN: 9789179891237
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga