Hljóðbrot
Lífsreynslusögur Vikunnar: 05 - Vikan

Lífsreynslusögur Vikunnar: 05

Lífsreynslusögur Vikunnar: 05

3.8 54 5 Höfundur: Vikan Lesari: Guðrún Óla Jónsdóttir
Sem hljóðbók.
Lífsreynslusögur Vikunnar eru nýr liður hjá Storytel í samstarfi við Vikuna. Guðrún Óla, blaðamaður hjá Vikunni, les upp lífsreynslusögur sem sendar hafa verið inn í blaðið í gegnum tíðina, en hér er sannleikurinn lyginni líkastur! Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:

- Miðill eða góður mannþekkjari?:
„Ég fæ stundum einhvers konar hugboð um hlutina eða mér er nánast stýrt án þess að ég geti nokkurt viðnám veitt. Þetta getur verið hálfóþægilegt en oftast hefur þetta komið sér vel.“

- Slapp með skrekkinn:
„Fyrir mörgum árum fór ég út að skemmta mér með vinum mínum og hitti myndarlegan mann. Um nóttina sýndi hann á sér hlið sem hræddi mig og þurfti ég á öllu mínu hugviti að halda til að sleppa frá honum.“

- Óþægilegt ástarsamband:
„Eftir skilnað var ég ákveðin í því að gifta mig aldrei aftur en féll svo fyrir dásamlegum manni nokkrum árum seinna. Allt hefur gengið vel hjá okkur en það flækti þó málin um tíma þegar sonur minn og dóttir hans áttu í sambandi.“

- Framhjáhald bjargaði hjónabandinu:
„Óvænt hliðarspor vakti mig til vitundar um hvað ég vildi í raun og veru í lífinu.“

- Líkaminn grær, sálin ekki:
„Fimmtán ára kynntist ég strák sem var sex árum eldri en ég. Hann var í mikilli óreglu og ég leiddist út í það líferni með honum. Aðeins sextán ára var ég flutt inn til hans og komin í daglega neyslu. Hann beitti mig ofbeldi og eftir fólskulega árás hans á mig ákvað ég að taka á mínum málum og snúa blaðinu við. Þá kynntist ég öðrum manni sem varð barnsfaðir minn. Sá sveik mig illa og ég hefði frekar viljað þola líkamlegt ofbeldi en þau djúpu sár sem ég hlaut þá.“
Tungumál: Íslenska Flokkur: Almennar bækur Seríur: Lífsreynslusögur Vikunnar: 5 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-02-21
Lengd: 40Mín
ISBN: 9789179891268
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga