Hljóðbrot
Víða liggja leiðir - Guðbjörg Hermannsdóttir

Víða liggja leiðir

Víða liggja leiðir

3.79 28 5 Höfundur: Guðbjörg Hermannsdóttir Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Sem hljóðbók.
Sigmar missir konuna frá ungum börnum en með hjálp móður sinnar og vinafólks tekst honum að halda heimilinu nokkurn veginn í horfinu um tíma. Fyrir duttlunga örlaganna verður skólastelpan Inga eins konar ráðskona hans. Með tímanum trúlofast hann Heiðrúnu og Inga gerist söngkona. En allt breytist snögglega, þegar gamlir draugar birtast í öllum hornum. Heiðrún fer til Kanada og Sigmar til Noregs og flækist þaðan um heimsins höf. Amma barnanna veikist og Inga fréttir af ástandinu ...

Vert er að taka fram að hér er saga sem lýsir viðhorfum fyrri tíma og ólíkum tíðaranda hvað viðkemur samskiptum kynjanna.

Guðbjörg Hermannsdóttir (1917–1997) ólst upp í stórum systkinahópi á Bakka við Húsavík. Hún giftist Braga Guðjónssyni klæðskerameistara (1917–1983). Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og eignuðust fimm börn. Meðal þeirra er Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur og þýðandi.

Ljóst er að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en ástarsögur Snjólaugar hafa notið gríðarlega vinsælda hjá hlustendum Storytel. Hér má því finna einstakt tækifæri til að kynnast íslenskri sveitarómantík eftir móður höfundarins sem færði okkur Ráðskona óskast í sveit, Undir merki steingeitar, Setið á svikráðum og fleiri dásamlegar sögur.

Guðbjörg Hermannsdóttir (1917 - 1997) ólst upp í stórum systkinahópi á Bakka við Húsavík. Hún giftist Braga Guðjónssyni klæðskerameistara (1917 - 1983). Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og eignuðust fimm börn. Meðal þeirra er Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur og þýðandi.

Ljóst er að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en ástarsögur Snjólaugar hafa notið gríðarlega vinsælda hjá hlustendum Storytel. Hér má því finna einstakt tækifæri til að kynnast íslenskri sveita- og borgarrómantík eftir móður höfundarins sem færði okkur Ráðskona óskast í sveit, Undir merki steingeitar, Setið á svikráðum og fleiri dásamlegar sögur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Seríur: Örlagasögur Guðbjargar: 2 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-03-18
Lengd: 7Klst. 58Mín
ISBN: 9789178976294
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga