Hljóðbrot
Einvígið - Arnaldur Indriðason

Einvígið

Einvígið

4.6 20 5 Höfundur: Arnaldur Indriðason Lesari: Ingvar E. Sigurðsson
Sem hljóðbók.
Sumarið 1972 er Reykjavík í uppnámi; heimsmeistaraeinvígið í skák er að hefjast í Laugardalshöll og bærinn fullur af útlendingum. Kalda stríðið er í algleymingi og fulltrúar austurs og vesturs fylgja sínum mönnum, Spassky og Fischer, að taflborðinu. Meðan undirbúningurinn stendur sem hæst fer meinlaus unglingspiltur í bíó og verður fyrir fólskulegri árás. Lögreglan er önnum kafin en Marion Briem, sem stýrir rannsókn málsins, einsetur sér að skilja það einvígi sem þarna er háð með lífið að veði. Í fimmtándu skáldsögu Arnaldar Indriðasonar mynda sannsögulegir atburðir rammann um grípandi frásögn af hörmulegri mannfórn. Enginn íslenskur höfundur hefur notið viðlíka vinsælda og Arnaldur síðustu ár, hér heima jafnt sem erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála, selst í milljónum eintaka og hlotið frábæra dóma hvarvetna. Nýlega setti breska stórblaðið The Guardian nafn hans efst á lista yfir bestu evrópsku sakamálahöfunda samtímans.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Erlendur Sveinsson: 12 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2011-11-29
Lengd: 10Klst. 8Mín
ISBN: 9789935180100
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.
Prófaðu frítt í 14 daga