Hljóðbrot
Flugan sem stöðvaði stríðið - Bryndís Björgvinsdóttir

Flugan sem stöðvaði stríðið

Flugan sem stöðvaði stríðið

3,7 67 5 Höfundur: Bryndís Björgvinsdóttir Lesari: Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Hljóðbók.
Flugan sem stöðvaði stríðið er óvenjuleg saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um flugur, fólk og stríð. Bókin fjallar um Kolkex, Hermann Súkker og Fluguna sem eru ósköp venjulegar húsflugur. Svona flugur sem fáir taka eftir og gera sjaldnast neitt merkilegt. Þar til daginn sem þær ákveða að flýja að heiman út af nýja rafmagnsflugnaspaðanum og leita uppi munkana góðu í Nepal sem aldrei gera flugu mein. Þá fer af stað atburðarrás sem leiðir til þess að stríð hættir og fluga kemst á forsíðu blaðanna. Flugan sem stöðvaði stríðið var valin úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku Barnabókaverðlaunin 2011. Að mati dómnefndar er þetta merkileg saga sem tvinnar saman mikilvægan boðskap og dillandi skemmtilega frásögn. Söguhetjurnar eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á hversdagslega hluti.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Barnabækur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2011-12-01
Lengd: 2Klst. 25Mín
ISBN: 9789935180124
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga