Hljóðbrot
Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson

Málverkið

Málverkið

4,17 134 5 Höfundur: Ólafur Jóhann Ólafsson Lesari: Hanna María Karlsdóttir
Hljóðbók.
Sumarið 1944 geisar illvígt borgarastríð á Ítalíu þar sem hersveitir Mussolinis og Hitlers berjast við sóknarheri bandamanna og ítalska skæruliða. Yfirfull lest á norðurleið frá Róm verður fyrir sprengju og íslenski myndlistarmaðurinn Kristín Jónsdóttir bjargast við illan leik heima á búgarðinn San Martino í Toskana. Ensk húsfrúin, Marchesa Alice Orsini, lætur hlynna að henni eins og öðrum flóttamönnum sem þar leita skjóls meðan hún bíður sjálf eftir því að bóndi hennar snúi aftur. Alice veit ekki betur en að koma Kristínar sé tilviljun, en raunar á Kristín erindi einmitt á þennan stað... Í Málverkinu spinnur Ólafur Jóhann Ólafsson saman örlagasögur Alice og eiginmanns hennar og Kristínar og meistarans sem hún vann hjá. Átökin eru hörð í stríði milli þjóða, stríði milli einstaklinga og í því stríði sem einstaklingurinn heyr í eigin brjósti.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2011-12-01
Lengd: 10Klst. 3Mín
ISBN: 9789935180155
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga