Hljóðbrot
Eldar kvikna - Suzanne Collins

Eldar kvikna

Eldar kvikna

3.93 27 5 Höfundur: Suzanne Collins Lesari: Vigdís Gunnarsdóttir
Sem hljóðbók.
Eftir að hafa sigrað í Hungurleikunum og skilað bæði sér og Peeta, félaga sínum úr Tólfta umdæmi, heim í heilu lagi ætti Katniss að vera himinlifandi. Hún flytur inn í Sigurþorp, þarf aldrei framar að óttast hungur og getur aftur farið á veiðar með æskuvininum Gale. En ekkert er eins og það á að vera: Gale er gerbreyttur, Peeta snýr við henni baki og vaxandi ólga í Panem veldur áhyggjum. Í sigurvegaraferðinni verða Katniss og Peeta að kæfa allar uppreisnartilraunir í fæðingu – hvort sem þau kæra sig um það eða ekki – annars er miklu meira í húfi en nýfengið ríkidæmi og þægindi. Eldar kvikna er önnur bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem farið hefur sigurför um heiminn. Hér kemur hún lesendum á óvart hvað eftir annað svo engin leið er að leggja bókina frá sér fyrr en að lestri loknum.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Fantasía & Scifi Seríur: Hungurleikarnir: 2 Titill á frummáli: Catching Fire Þýðandi: Guðni Kolbeinsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2012-06-29
Lengd: 11Klst. 40Mín
ISBN: 9789935180391
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga