Hljóðbrot
Hnefi eða vitstola orð - Eiríkur Örn Norðdahl

Hnefi eða vitstola orð

Hnefi eða vitstola orð

4.75 8 5 Höfundur: Eiríkur Örn Norðdahl Lesari: Eiríkur Örn Norðdahl
Sem hljóðbók.
Hnefi eða vitstola orð er sjötta ljóðabók höfundar sem einnig hefur gefið út fjórar skáldsögur, Hugsjónadrusluna (2004), Eitur fyrir byrjendur (2006) Gæsku (2009) og Illsku (2012), auk þess að þýða bæði ljóð og skáldverk. Þetta eru ágeng og nokkuð harðneskjuleg ljóð auk þess sem fylgjast má með gengisfimleikum seðlabankans frá því seint árið 2007 og fram á sumar 2013 efst á hverri opnu bókarinnar. Eiríkur Örn Norðdahl hlaut viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007 og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem 2008. Fyrir skáldsögu sína Illsku hlaut hann bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ljóðabækur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Skynjun
Útgefið: 2013-12-02
Lengd: 35Mín
ISBN: 9789935180681
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga