Hljóðbrot
Fimivarpið: 01 – Magadansleikfimi I - Margrét Erla Maack

Fimivarpið: 01 – Magadansleikfimi I

Fimivarpið: 01 – Magadansleikfimi I

4.67 6 5 Höfundur: Margrét Erla Maack Lesari: Margrét Erla Maack
Sem hljóðbók.
Storytel kynnir Fimivarpið! Hin dásamlega Margrét Erla Maack sér um heimaleikfimi á hljóðbókarformi. Tímarnir eru 10-30 mínútur og hafa mismunandi þemu. Æfingarnar er hægt að gera heima við eða á vinnustað og eru tilvaldar til að koma sér í gang fyrir daginn, finna fókusinn um miðjan dag eða gera í lok vinnudags. Æfingarnar eru gerðar til að liðka, styrkja og gleðja, en ekki endilega til að missa kíló.

Í þessum þætti finnum við vöðva sem við hugsum sárasjaldan um, þá sem halda okkur uppi. Þessir vöðvar eiga það til að spennast upp og valda okkur eymslum ef við hugum ekki að þeim. Fanga er leitað í magadanstækni og er tíminn ekki síður hugarleikfimi og hugleiðsla en hreyfitækni. Margrét mælir gegn því að gera æfingarnar á steingólfi eða flísum, gott er að setja teppi undir eða jógadýnu ef gólfið er hart. Trégólf er best, sérstaklega ef þið hafið viðkvæm hné eða bak.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Almennar bækur Seríur: Fimivarpið: 1 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-04-10
Lengd: 32Mín
ISBN: 9789152116586
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga