Hljóðbrot
Brynjólfur biskup Sveinsson - Torfhildur Hólm

Brynjólfur biskup Sveinsson

Brynjólfur biskup Sveinsson

4.0 1 5 Höfundur: Torfhildur Hólm Lesari: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir
Sem hljóðbók.
Bókin Brynjólfur biskup Sveinsson þykir hvað merkilegust fyrir þær sakir hver skrifaði bókina, en höfundurinn, Torfhildur Hólm, var fyrsti íslenski rithöfundurinn sem skrifaði sögulegar skáldsögur og hún var einnig fyrsta íslenska konan sem skrifaði skáldsögu. Þá var Torfhildur fyrsti Íslendingurinn til að hljóta listamannalaun!

Verk Torhildar voru vinsæl meðal almennings en síður meðal gagnrýnenda. Sjá má áhrif frá Torfhildi í verkum Halldórs Laxness, Íslandsklukkunni, og fyrsta skáldsaga Halldórs var að hans eigin sögn verkið Afturelding sem dregur nafn sitt frá skáldsögu Torfhildar, Eldingu. Ein sögupersóna Halldórs ber enn fremur nafnið Garðar Hólm.

Hér er á ferðinni algjör klassík í íslenskum bókmenntum, nú í lestri Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-04-21
Lengd: 10Klst. 25Mín
ISBN: 9789152112779
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga