Hljóðbrot
Gæðakonur - Barbara Pym

Gæðakonur

Gæðakonur

3,6 194 5 Höfundur: Barbara Pym Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Hljóðbók.
Rafbók.
Mildred Lathbury tilheyrir hópi einhleypra kvenna sem stundum eru kallaðar gæðakonur. Það er alltaf hægt að leita til þeirra, þær eru alltaf til taks. Og enginn vandi vex þeim í augum. Þær láta aldrei á sér bera, þær eru gæðakonur. Allir virðast hafa fyrirfram mótaðar skoðanir á þeim og enginn leiðir hugann að því hvað kann að bærast innra með þeim.

Í þessu hrífandi meistaraverki enska skáldsagnahöfundarins Barböru Pym er gripið niður í líf Mildredar þegar hún eignast nýja nágranna, Napier-hjónin. Það er glæsibragur yfir þeim, en ekki er allt sem sýnist. Það eru erfiðleikar í hjónabandinu. Mildred veit að það er ekki við hæfi að taka afstöðu með öðrum aðilanum í slíkum efnum, þótt hún heillist ofurlítið af hinum unga Rockingham Napier ...

Með ísmeygilegri fyndni sinni, nærfærnum lýsingum og snjöllum samtölum dregur Barbara Pym upp ómótstæðilega mynd af mannlífi hversdagsins.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Titill á frummáli: Excellent Women Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-04-30
Lengd: 8Klst. 19Mín
ISBN: 9789152117361

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Ugla
Útgefið: 2020-10-27
ISBN: 9789935214461
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga