Hljóðbrot
Ljóð - Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum

Ljóð

Ljóð

4.5 2 5 Höfundur: Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Sem hljóðbók.
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857-1933) var íslensk ljósmóðir og skáld.

Ólöf fæddist á Sauðadalsá á Vatnsnesi og ólst upp þar á nesinu. Hún lærði ljósmóðurfræði hjá Jónassen lækni í Reykjavík og sigldi síðan til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna var hún um fimm ára skeið ljósmóðir í Reykjavík en giftist þá Halldóri Guðmundssyni og fluttu þau norður að Hlöðum í Hörgárdal og við þann bæ er Ólöf jafnan kennd. Þar bjó hún í yfir þrjátíu ár. Eftir það flutti hún til Akureyrar og síðustu árin bjó hún í Reykjavík.

Ólöf var kvenréttindakona sem hélt mjög eindregið fram skýlausum rétti kvenna til að ráða einkalífi sínu, velja sér maka og eins að ala einar upp börn sín. Á efri árum hallaðist hún svo að spíritisma og guðspeki. Hún orti talsvert, alla ævina og skrifaði sögur og ævintýri. Hún gaf út ljóðasafnið Nokkur smákvæði 1888 og aftur, mjög aukið, 1913.

Í þessu ljóðasafni eru öll ljóðin í ritsafni Ólafar sem kom út hjá Helgafelli árið 1945 og eru það öll ljóð sem kunn eru eftir Ólöfu.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ljóðabækur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-04-29
Lengd: 2Klst. 16Mín
ISBN: 9789152112786
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga