Hljóðbrot
Náðarstund - Hannah Kent

Náðarstund

Náðarstund

4,46 634 5 Höfundur: Hannah Kent Lesari: Hildigunnur Þráinsdóttir
Hljóðbók.
Árið 1829 bíður kona aftöku sinnar á norðlenskum sveitabæ. Agnes Magnúsdóttir hefur verið dæmd til dauða ásamt tveimur ungmennum fyrir hrottalegt morð á elskhuga sínum og öðrum manni. Henni er komið fyrir hjá hreppstjóranum á meðan beðið er eftir dómi Hæstaréttar í Kaupmannahöfn.

Heimilisfólkið óttast hana og forðast; enginn sýnir henni skilning nema ungur aðstoðarprestur sem hefur verið falið að búa hana undir dauðann. Í samtölum þeirra og upprifjunum Agnesar opinberast smátt og smátt harmsaga hennar, ást hennar á Natani Ketilssyni og aðdragandi skelfingarnæturinnar á Illugastöðum.

Hannah Kent var 17 ára skiptinemi í Skagafirði þegar hún heyrði söguna um Agnesi Magnúsdóttur. Í Náðarstund dregur hún upp ótrúlega mynd af íslenskum veruleika, harðri lífsbaráttu, heitum tilfinningum og hörmulegum örlögum. Náðarstund er fyrsta skáldsaga Kent og hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Áströlsku bókmenntaverðlaunin.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi: Jón St. Kristjánsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2018-01-03
Lengd: 11Klst. 7Mín
ISBN: 9789935221001
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga