Hljóðbrot
Kristrún í Hamravík - Guðmundur Gíslason Hagalín

Kristrún í Hamravík

Kristrún í Hamravík

3,6 124 5 Höfundur: Guðmundur Gíslason Hagalín Lesari: Guðmundur Gíslason Hagalín, Árni Tryggvason
Hljóðbók.
Kristrún í Hamravík kom fyrst út árið 1933 og naut þegar mikilla vinsælda. Bókin hefur komið út í mörgum útgáfum síðan, verið lesin í útvarpi og kvikmynd gerð eftir henni.

Sagan segir frá mæðginum, Kristrúnu og Fal, sem búa ein á afskekktu býli norður á Ströndum. Þar ber að garði ókunnugt stúlkutetur, Anítu Hansen, sem er á flótta undan klóm réttvísinnar. En Kristrúnu gömlu líst vel á stúlkuna og finnst himnafaðirinn hafa gefið Fal tækifæri til að eignast þenanlega meðhjálp til tugtugra samvista, eins og framtíð besti henti og hans óðali.

Kristrún í Hamravík markaði tímamót á ferli höfundarins og er að margra dómi hans besta verk.

Höfundur les sjálfur fyrri hluta sögunnar en Árni Tryggvason síðari hlutann. Hljóðritunin er frá árinu 1977 og er fjölfölduð eftir upptöku í eigu Ríkisútvarpsins, samkvæmt samningi til eftirgerðar.

Guðmundur Gíslason Hagalín (1898-1985) er einn öndvegishöfunda Íslendinga á síðustu öld.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2008-01-01
Lengd: 6Klst. 31Mín
ISBN: 9789979784265
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga