Hljóðbrot
Emil í Kattholti, Lotta og Lína - Astrid Lindgren

Emil í Kattholti, Lotta og Lína

Emil í Kattholti, Lotta og Lína

4.287878787878788 66 5 Höfundur: Astrid Lindgren Lesari: Jón Ingi Hákonarson, Vilborg Dagbjartsdóttir
Sem hljóðbók.
Astrid Lindgren er löngu heimsfræg fyrir bækurnar sínar. Þær eru geislandi af gleði og kátínu og henni er einkar lagið að setja sig inn í hugarheim barna og sjá þeirra hlið á málunum. Á tveggja diska hljóðbók er nú hægt að fá þrjár af sögum hennar lesnar af þeim Vilborgu Dagbjartsdóttur rithöfundi og Jóni Inga Hákonarsyni leikara. Emil í Kattholti Emil heitir strákur sem á heima í Smálöndunum í Svíþjóð. Hann er sérstaklega iðinn við að gera alls konar prakkarastrik, en þau gerir hann auðvitað óvart. Mamma hans skráir skammarstrikin í bláar stílabækur sem á endanum fylla heila kommóðuskúffu. Vilborg Dagbjartsdóttir les eigin þýðingu. Lengd: 95 mínútur Víst kann Lotta að hjóla „Ég kann víst að hjóla!“ æpti Lotta. „Þegar enginn sér mig get ég það sko alveg!“ Í þessari sögu fáum við að heyra um ærslabelginn Lottu og vini hennar Jónas og Míu Maríu. Ásthildur Egilson þýddi. Lengd: 21 mínúta Þekkir þú Línu langsokk? Lína er stelpan sem getur lyft heilum hesti og á kistu fulla af gullpeningum. Tommi og Anna eru yfir sig hissa yfir nýja nágrannanum, henni Línu, en brátt eru þau þrjú orðin bestu vinir. Þuríður Baxter þýddi Lengd: 16 mínútur
Tungumál: Íslenska Flokkur: Barnabækur Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdóttir,Ásthildur Egilsson,Þuríður Baxter

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2018-01-04
Lengd: 2Klst. 5Mín
ISBN: 9789979784074
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.
Prófaðu frítt í 14 daga