Hljóðbrot
Afbrot og ástir - Guðbjörg Hermannsdóttir

Afbrot og ástir

Afbrot og ástir

3.95 21 5 Höfundur: Guðbjörg Hermannsdóttir Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Sem hljóðbók.
Glæpaspíruklíka í Reykjavík leysist upp eftir misheppnað innbrot og unglingarnir dreifast. Sumir bæta ráð sitt, aðrir fara úr bænum og svo mikið er víst að margt og mikið gerist. Söguhetjan Rún leitar athvarfs í vestfirskri sveit og kynnist þar traustu fjölskyldulífi í fyrsta sinn á ævinni. En fortíðin á það til að elta fólk uppi og þar á bæ fleiri en hana. Margir verða hissa á tíðinni og það ofar en einu sinni en um síðir greiðist úr flækjunum og allir una glaðir við sitt.

Vert er að taka fram að hér er saga sem lýsir viðhorfum fyrri tíma og ólíkum tíðaranda hvað viðkemur samskiptum kynjanna.

Guðbjörg Hermannsdóttir (1917–1997) ólst upp í stórum systkinahópi á Bakka við Húsavík. Hún giftist Braga Guðjónssyni klæðskerameistara (1917–1983). Þau bjuggu alla tíð á Akureyri og eignuðust fimm börn. Meðal þeirra er Snjólaug Bragadóttir, rithöfundur og þýðandi. Ljóst er að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, en ástarsögur Snjólaugar hafa notið gríðarlega vinsælda hjá hlustendum Storytel. Hér má því finna einstakt tækifæri til að kynnast íslenskri sveitarómantík eftir móður höfundarins sem færði okkur Ráðskona óskast í sveit, Undir merki Steingeitar, Setið á Svikráðum og fleiri dásamlegar sögur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ástarsögur Seríur: Örlagasögur Guðbjargar: 5 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2020-05-22
Lengd: 5Klst. 6Mín
ISBN: 9789152117729
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga