Hljóðbrot
Nýtt land - Vilhelm Moberg

Nýtt land

Nýtt land

4,36 166 5 Höfundur: Vilhelm Moberg Lesari: Hjalti Rögnvaldsson
Hljóðbók.
Nýtt land er þriðja bókin um Karl Óskar og Kristínu sem gerast landnemar í Ameríku ásamt fjölda Svía og annarra Evrópubúa á 19. öld. Lífsbaráttan er hörð og margt sem þarf að læra í nýju landi til að koma undir sig fótunum. Annars konar lífríki og náttúrufar kallar á breytt verklag og þótt jörðin sé frjósöm taka þurrkar og vindar sinn toll.

Karl Óskar og Kristín voru fyrstu landnemarnir sem settust að á yfirráðasvæði Chippewaindíána við KiChiSaga vatn. Nú er orðið fullbyggt umhverfis það og allt breytt, meira að segja vatnið hefur fengið nýtt nafn og kallast nú Sweedes Lake, eða Svíavatn.

Eyðilandið hefur tekið á sig mynd hins nýja tíma með háreistum húsum og bleikum ökrum þar sem kornið bylgjast í golunni. Þegar Karl Óskar og Kristín staldra við og líta til baka finnst þeim þúsundir daga renna saman í einn langan dag af þrotlausu erfiði. En með stolti horfa þau á akrana, túnin og glæsilegt býlið sem þau hafa reist. Vinnan var jafn erfið í nýja landinu og í því gamla, en munurinn finnst þeim sá að í Ameríku skilaði erfiðið árangri. Af þeirri ástæðu höfðu þau skipt um fósturland og barnahópurinn þeirra efnilegi mun eiga bjarta framtíð í nýja landinu.

Þetta er þriðji og næst síðasti hluti hins heimsfræga verks Vilhelms Moberg.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Seríur: Vesturfararnir: 3 Titill á frummáli: Nybyggarna Þýðandi: Magnús Ásmundsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2012-01-01
Lengd: 18Klst. 11Mín
ISBN: 9789935417886
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga