Hljóðbrot
Milli trjánna - Gyrðir Elíasson

Milli trjánna

Milli trjánna

5.0 2 5 Höfundur: Gyrðir Elíasson Lesari: Sigurður Skúlason
Sem hljóðbók.
Milli trjánna er safn 47 smásagna sem einkennast allar af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk Gyrðis Elíassonar. Þá kallast umfjöllunarefni þessa safns á við fyrri sögur höfundar. Hér bregður fyrir líkt og áður ýmiskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem lesendur þekkja úr fyrri verkum. Milli trjánna undirstrikar þó jafnframt þá markvissu þróun sem orðið hefur í sagnaveröld Gyrðis í átt til eindregnari efnistaka, um leið og við erum minnt á grunngildi tilveru okkar í þessum fjölbreyttu en þó heildstæðu smásögum. Fyrir þessa bók hlaut Gyrðir Elíasson Bókmenntverðlaun Norðurlandaráðs 2011.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Smásögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Dimma
Útgefið: 2011-06-10
Lengd: 5Klst. 37Mín
ISBN: 9789935504050
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga