Hljóðbrot
Sagan um Bíbí Ólafsdóttur - Vigdís Grímsdóttir, Bíbí Ólafsdóttir

Sagan um Bíbí Ólafsdóttur

Sagan um Bíbí Ólafsdóttur

4,45 389 5 Höfundur: Vigdís Grímsdóttir, Bíbí Ólafsdóttir Lesari: Vigdís Grímsdóttir
Hljóðbók.
Vigdís Grímsdóttir færir í letur einstaka sögu Bíbí Ólafsdóttur. Bíbí fæddist árið 1952 við erfiðar aðstæður og saga hennar er örlagasaga sterkrar alþýðukonu sem bugast aldrei hvernig sem á móti blæs, konu sem gerir hið ómögulega mögulegt. Hún segir frá á heiðarlegan og einlægan hátt og dregur ekkert undan, enda er hún trú því loforði sem hún eitt sinn gaf þegar ungri dóttur hennar var ekki hugað líf. Viðhorf hennar er öllum hvatning til að takast á við andstreymi lífsins með húmor, velvild í garð annarra og gleði yfir litlu.

Vigdís Grímsdóttir dregur tíðarandann svo ljóslifandi fram að heyra má brakið í bröggunum í Múlakampi, finna sérhvern ilm eða ódaun úr andrúmsloftinu, skynja gleði og sorg, og upplifa þrotlausa baráttu og sigurvilja manneskjunnar.

Sagan um Bíbí Ólafsdóttur var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2007.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Forlagið
Útgefið: 2020-06-16
Lengd: 12Klst. 19Mín
ISBN: 9789935118523
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga