Hljóðbrot
Sofðu – Svefnherbergið - Helena Kubicek Boye

Sofðu – Svefnherbergið

Sofðu – Svefnherbergið

4,2 55 5 Höfundur: Helena Kubicek Boye Lesari: Þorvaldur Davíð Kristjánsson
Hljóðbók.
Rafbók.
Átt þú erfitt með að sofna? Leyfðu slakandi umhverfi svefnherbergisins að umvefja þig. Þessi saga er samin til þess að hjálpa þér að slaka á og festa blund. Komdu þér þægilega fyrir, dragðu djúpt andann og hlustaðu á yndislegan lestur Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar.

Sofðu er röð ánægjulegra leskafla sem byggja á vísindalega gagnreyndum aðferðum við að sleppa takinu á hugsunum og amstri dagsins, róa hugann og vinda ofan af spennunni í líkamanum. Textinn hjálpar þér að sleppa smátt og smátt tökunum á því sem heldur fyrir þér vöku með því að virkja skilningarvitin og ímyndunaraflið. Lesturinn veitir vellíðan og hvetur þig til að taka því sem að höndum ber af ró og æðruleysi. Það má hlusta á hverja sögu í heild eða leyfa sér að líða út af áður en hún klárast. Það má hlusta á nýja sögu á hverju kvöldi eða aftur og aftur á sína eftirlætissögu. Höfundur sagnanna er Helena Kubicek Boye, sálfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari, sem unnið hefur á sviði svefnvandamála í 15 ár.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Sjálfsrækt Seríur: Sofðu: 6 Titill á frummáli: Somna – Sömnrummet Þýðandi: Tinna Ólafsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storytel Original
Útgefið: 2020-08-27
Lengd: 45Mín
ISBN: 9789180127103

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Storytel Original
Útgefið: 2020-08-27
ISBN: 9789180113588
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga