Hljóðbrot
Dauðahliðið - Lee Child

Dauðahliðið

Dauðahliðið

3,78 332 5 Höfundur: Lee Child Lesari: Hinrik Ólafsson
Hljóðbók.
Jack Reacher er staddur í smábæ í Wisconsin og rekur augun í hring í glugga á veðlánarabúð – hring sem er merktur herskólanum í West Point 2005. Hann hefur tilheyrt konu og upphafsstafir hennar eru grafnir í hann. Hvað fékk konuna til að láta af hendi hring sem hlýtur að hafa verið henni dýrmætur? Reacher ákveður að komast að því. Þar með hefst örlagarík vegferð sem leiðir hann um rykuga malarvegi Miðvesturríkjanna og niðurnídd smáþorp á heimsenda, þar sem allir eiga leyndarmál og spurningum hans er ekki vel tekið – vægast sagt.

Lee Child er einn vinsælasti spennusagnahöfundur veraldar og harðnaglinn Reacher á sér ótal aðdáendur. Dauðahliðið fór í fyrsta sæti á metsölulista New York Times eins og margar aðrar bækur Childs um þennan magnaða einfara.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Jack Reacher: 22 Titill á frummáli: The Midnight Line Þýðandi: Jón Hallur Stefánsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: JPV
Útgefið: 2021-06-01
Lengd: 12Klst. 27Mín
ISBN: 9789935292025
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga