Hljóðbrot
Herra Hnetusmjör – Hingað til - Sólmundur Hólm Sólmundarson, Árni Páll Árnason

Herra Hnetusmjör – Hingað til

Herra Hnetusmjör – Hingað til

4,37 214 5 Höfundur: Sólmundur Hólm Sólmundarson, Árni Páll Árnason Lesari: Sólmundur Hólm Sólmundarson
Hljóðbók.
Herra Hnetusmjör – Árni Páll Árnason – hefur verið eins og hvirfilbylur í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Lögum hans er streymt í milljónum skipta á tónlistarveitum og framganga hans á tónleikum hefur vakið mikla athygli og aðdáun.

En hver er maðurinn á bak við dökku sólgleraugun? Lífsganga hans hefur verið skrykkjótt og sannkölluð rússibanareið: Hamingjurík æska í Hveragerði. Spenna og togstreita unglingsáranna í Kópavogi. Íslenska rappið og leiðin á toppinn. Freistingar dópsins. Skuggahliðar Reykjavíkur. Að falla til botns í neyslu og óreglu og spyrna sér þaðan á ný til hamingjuríks fjölskyldulífs.

Sóli Hólm skrifar og les hér Herra Hnetusmjör – hingað til. Hann keyrir frásögnina áfram af blússandi krafti en sýnir líka strákinn á bak við ímyndina í einlægri og stórskemmtilegri bók sem sætir tíðindum.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Bjartur
Útgefið: 2021-06-11
Lengd: 4Klst. 46Mín
ISBN: 9789935301161
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga