Hljóðbrot
Stúdíó sex - Liza Marklund

Stúdíó sex

Stúdíó sex

3,88 326 5 Höfundur: Liza Marklund Lesari: Birna Pétursdóttir
Hljóðbók.
Annika Bengtzon kemst í sumarafleysingar á Kvöldblaðinu og gerir sér vonir um fastráðningu. Hún fær ekki langan tíma til að venjast lífinu á blaðinu því lík af ungri stúlku sem hefur verið myrt finnst í kirkjugarði í borginni.

Fórnarlambið er nektardansmær og grunur fellur á ráðherra í ríkisstjórninni. Annika Bengtzon fer að rýna í málið og veit að þetta er fréttin sem mun koma henni á kortið hjá blaðinu.

Þræðirnir sem liggja að baki morðinu reynast flóknir og sá ógnvænlegi og ofbeldisfulli heimur kynlífsiðnaðarins sem Annika kynnist við rannsókn málsins hefur mikil áhrif á hana.

Bækur Lizu Marklund um blaðakonuna Anniku Bengtzon hafa komið út á yfir 30 tungumálum og notið gríðarlegra vinsælda. Stúdíó sex er fyrsta sagan í þessum bókaflokki, hér í frábærum lestri Birnu Pétursdóttur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Annika Bengtzon: 1 Titill á frummáli: Studio sex Þýðandi: Anna Ragnhildur Ingólfsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Mál og menning
Útgefið: 2022-06-16
Lengd: 12Klst. 8Mín
ISBN: 9789979346753
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga