Hljóðbrot
Svíður sárt brenndum - Guðrún frá Lundi

Svíður sárt brenndum

Svíður sárt brenndum

4,21 253 5 Höfundur: Guðrún frá Lundi Lesari: Þórunn Hjartardóttir
Hljóðbók.
Kalla á Mýrarkoti í Djúpárdal býr þar ásamt föður sínum, móður sinni og systur. Nágrannarnir á næsta bæ bregða búi, þangað flytja Ísak og Ljótunn ásamt sonum sínum. Björn Ísaksson er um tvítugt, hraðmælskur, sjálfsánægður, situr hest, dansar og skíðar betur en nokkur sem Kalla hefur séð og gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Móðir Köllu veikist, fjölskyldan flytur til Reykjavíkur. Stúlkurnar og faðir þeirra ráða sig í vinnu og aðlaga sig lífinu í borginni. Kalla saknar sveitarinnar. Björn ræður sig á togara frá Reykjavík, heldur áfram að eltast við Köllu og hún verður barnshafandi. Björn dregur faðernið í efa, segir Köllu að losa sig við krakkann. Júdit fæðist, fregnir berast af að Björn hafi farist í erlendri höfn og Kalla syrgir hann ekki. Skyndilega birtist hann ljóslifandi og vill fá hana með til Ameríku.
Fyrsta bókin um Köllu af þremur gerist í hinum afskekkta Djúpárdal. Hér, eins og svo oft áður, tekst Guðrúnu frá Lundi að fanga hug og hjörtu lesenda á einstakan hátt, með því að gæða persónur sínar lífi svo lesandinn hverfur meira en heila öld aftur í tímann. Hún sendi frá sér sextán skáldsögur alls, sumar í mörgum bindum, og var áratugum saman einn alvinsælasti höfundur landsins.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Seríur: Ritröðin um Köllu: 1 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Lesbók
Útgefið: 2022-11-18
Lengd: 5Klst. 33Mín
ISBN: 9789935222930
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Byrjaðu áskrift núna