Hljóðbrot
Síðasta bréfið til Svíþjóðar - Vilhelm Moberg

Síðasta bréfið til Svíþjóðar

Síðasta bréfið til Svíþjóðar

4,41 144 5 Höfundur: Vilhelm Moberg Lesari: Hjalti Rögnvaldsson
Sem hljóðbók.
Síðasta bréfið til Svíþjóðar er fjórði og síðasti hluti sögu Mobergs um Karl Óskar og Kristínu sem námu land í Ameríku á seinni hluta 19. aldar ásamt fjölda annarra Svía og Evrópubúa. Þau voru meðal fyrstu landnemanna sem settust að á yfirráðasvæði Chippewa-indíána við Ki-Chi-Saga vatn.

Börnunum á Nýja-Dúfulandi hefur fjölgað, búið stækkað og ýmis lífsþægindi eru komin til sögunnar. En nú er tilveru landnemanna ógnað. Á milli Norður- og Suðurríkjanna geisar blóðug borgarastyrjöld í forsetatíð Abrahams Lincoln, indíánarnir sem hafa verið rændir veiðilendum sínum gera heiftúðuga uppreisn, sértrúarsöfnuðir skjóta upp kollinum og hörð átök hefjast um mismunandi kenningar. Einhverjir telja sig heyra grát englanna á himnum og gleðilæti djöflanna í helvíti. Alvarleg slys eiga sér stað og veikindi herja á fjölskylduna.

Eftir viðburðarík ár færist aldurinn yfir söguhetjurnar sem skilað hafa drjúgu ævistarfi og tekið þátt í miklum sviptingum. Ný kynslóð er að taka við keflinu, fólk sem vill ekki muna gamla tímann, hefur nýja siði til vegs og virðingar og horfir bjartsýnt fram á veginn.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Seríur: Vesturfararnir: 4 Titill á frummáli: Sista brevet till Sverige Þýðandi: Magnús Ásmundsson

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Hljóðbók.is
Útgefið: 2013-01-01
Lengd: 12Klst. 43Mín
ISBN: 9789935220776
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga