Hljóðbrot
Framúrskarandi dætur: Leyndarlíf ungra kvenna sem eru að umbreyta Mið-Austurlöndum - Katherine Zoepf

Framúrskarandi dætur: Leyndarlíf ungra kvenna sem eru að umbreyta Mið-Austurlöndum

Framúrskarandi dætur: Leyndarlíf ungra kvenna sem eru að umbreyta Mið-Austurlöndum

3,92 93 5 Höfundur: Katherine Zoepf Lesari: Áslaug Torfadóttir
Hljóðbók.
Líf margra kvenna í Mið-Austurlöndum hefur breyst á undanförnum árum. Konur eru í meirihluta í háskólum, vinna utan heimilisins, móta eigin framtíð og storka núverandi trúarlegum og samfélagslegum gildum. Fjöldi kvenna berst fyrir auknum réttindum með trúna að vopni og konur áttu stóran þátt í byltingunni sem kennd er við hið arabíska vor. Raddir þessara ungu kvenna heyrast í þessari bók og sögur þeirra sagðar.

Blaðakonan Katherine Zoepf hefur búið og starfað í Mið-Austurlöndum í meira en áratug og lýsir flóknum veruleika ungra kvenna þar á einlægan og hlutlausan hátt. Hún gefur okkur innsýn í stöðu kvenna í Sýrlandi fyrir borgarastyrjöldina og dvelur í Líbanon sem á yfirborðinu er frjálslyndara en jafnframt mótsagnakenndara en önnur ríki Mið-Austurlanda. Í Abú Dabí kynnist hún konum sem eru í auknum mæli á vinnumarkaðnum, í Sádí-Arabíu þeim sem mótmæla akstursbanninu og storka forræði karla og í Egyptalandi konum sem gegndu veigamiklu hlutverki í uppreisninni og arabíska vorinu sem fylgdi í kjölfarið.

Boðskapur Framúrskarandi dætra er aðkallandi og bókin varpar ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað í Mið-Austurlöndum á undanförnum árum og ljær ungu konunum í fremstu röð breytinganna rödd.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Titill á frummáli: Excellent Daughters: The Secret Lives of Young Women Who Are Transforming the Arab World Þýðandi: Katrín Harðardóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2018-04-17
Lengd: 8Klst. 2Mín
ISBN: 9789935183064
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga