Ljónatemjarinn
4,22 718 5 Höfundur: Lesari:Janúarkuldinn heldur Fjällbacka í heljargreipum. Hálfnakin stúlka ráfar um í skóginum, út á veg og verður fyrir bíl. Þegar Patrik Hedström og félagar hans í lögreglunni eru kallaðir út kemur í ljós að þetta er stúlka sem hvarf frá reiðskóla í héraðinu nokkrum mánuðum áður og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Hún hefur orðið fyrir hræðilegum pyntingum og lögreglan óttast að sömu örlög bíði fleiri stúlkna.
Á sama tíma vinnur Erica Falck að bók um gamalt sakamál; fjölskylduharmleik sem endaði með voveiflegu dauðsfalli. Kona fórnarlambsins var dæmd fyrir morðið og Erica heimsækir hana hvað eftir annað í fangelsið til að leita upplýsinga um það sem gerðist en án árangurs. Hvað er konan að fela? Erica skynjar að ekki er allt sem sýnist. Og það er eins og skuggar fortíðar teygi sig til nútímans.
Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2014.
Meiri upplýsingar um hljóðbókina:
Útgefandi: StorysideÚtgefið: 2018-08-20
Lengd: 13Klst. 19Mín
ISBN: 9789935181428
Svipaðar bækur
Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er
Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.
Prófaðu frítt í 14 daga