Hljóðbrot
Hús tveggja fjölskyldna - Lynda Cohen Loigman

Hús tveggja fjölskyldna

Hús tveggja fjölskyldna

4,23 948 5 Höfundur: Lynda Cohen Loigman Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Hljóðbók.
Tvö börn fæðast með nokkurra mínútna millibili í steinhlöðnu tvíbýlishúsi meðan úti geisar óveður. Mæðurnar eru svilkonur: Hin skyldurækna og hljóðláta Rose sem þráir að geðjast erfiðum eiginmanni sínum; og Helen sem er hlý og örlát móðir fjögurra fjörugra stráka sem virðast þarfnast hennar minna með hverjum deginum. Þær ala upp börnin hlið við hlið, styðja hvor aðra og tengjast órjúfanlegum böndum þessa örlagaríku vetrarnótt.

Þegar veðrinu slotar virðist lífið halda áfram sinn vanagang en er árin líða koma fram brestir og náið samband kvennanna gliðnar. Enginn veit hvers vegna og enginn getur stöðvað það. Ein röng ákvörðun, ein örlagarík stund. Hamingja fjölskyldnanna vegur salt og það skiptast á skin og skúrir.

Heillandi og sorgleg í senn. Hús tveggja fjölskyldna er grípandi og hjartnæm fjölskyldusaga sem geymir nístandi leyndarmál.

„Höfundurinn tekur sögu um flókin fjölskyldusambönd og skapar skáldsögu sem þú munt ekki geta lagt frá þér“ – Diane Chamberlain, metsöluhöfundur

„Það er ótrúlegt að þetta sé fyrsta bók höfundar. Snjöll, marglaga, flókin, áhrifarík og algerlega trúverðug sagar. Bók sem heltekur lesandann frá upphafi til enda.“ AP fréttaveitan

„Ein besta skáldsaga sem ég hef lesið í langan tíma“ – Washington Jewesh Weekly

„Einstaklega vel skrifuð bók um ástir, sambönd, tilgang lífsins og löngu grafin leyndarmál.“ Caroline Leavitt metsöluhöfundur
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Titill á frummáli: The Two-Family House Þýðandi: Ingunn Snædal

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2018-11-06
Lengd: 8Klst. 55Mín
ISBN: 9789935183675
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga