Hljóðbrot
Ærumissir - Davíð Logi Sigurðsson

Ærumissir

Ærumissir

3.66 122 5 Höfundur: Davíð Logi Sigurðsson Lesari: Jakob Þór Einarsson
Sem hljóðbók.
1927. Jónas frá Hriflu er orðinn valdamesti stjórnmálamaður landsins. Hugsjónaríkur umbótamaður eða pólitískt óargadýr? Nú mun á það reyna.

Vestur á Patreksfirði er sýslumaðurinn Einar M. Jónasson. Vanur að fara sínu fram í héraði, værukær um skýrsluskil til Reykjavíkur og bókfærslu embættisins. Jónas ákveður að nota hann til að kenna embættismannastéttinni lexíu.

Komnir eru nýir vendir í stjórnarráðið. Ný vinnubrögð, ný hugsun. Ný harka. Og brátt veit Einar sýslumaður ekki sitt rjúkandi ráð.

Ærumissir er pólitísk saga einstaklinga sem urðu leiksoppar í valdatafli. Þetta er frásögn af ólíkum örlögum á umbrotatímum þegar Ísland var að brjótast til nútímans.

Davíð Logi Sigurðsson gerir þessari mögnuðu og átakanlegu sögu skil á næman og spennandi hátt. Hér er stuðst við einstæðar heimildir sem ekki hefur áður verið gefinn gaumur.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Saga Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2018-11-09
Lengd: 7Klst. 19Mín
ISBN: 9789178750375
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga