Hljóðbrot
Saga tveggja borga - Charles Dickens

Saga tveggja borga

Saga tveggja borga

3,69 78 5 Höfundur: Charles Dickens Lesari: Davíð Guðbrandsson
Hljóðbók.
Rafbók.
Charles Darnay er franskur aðalsmaður sem er ranglega sakaður um landráð. Sydney Carton er svallsamur lögmaður sem er fenginn til að verja hann. Báðir bera þeir ástarhug til sömu konunnar. Örlög þeirra ráðast í blóðugum átökum í upphafi frönsku byltingarinnar sem hófst með árás á Bastilluna 14. júlí 1789.

Saga tveggja borga kom út árið 1859 þegar margir óttuðust að bylting kynni að vofa yfir víða í Evrópu. Fáir skynjuðu betur en breski rithöfundurinn Charles Dickens að djúpstætt félagslegt óréttlæti gat leitt til byltingarástands. Honum var líka ljóst að háleitar hugsjónir áttu ekki samleið með ofbeldi og stjórnelysi.

Í Sögu tveggja borga lýsir Dickens með mögnuðum hætti og af einstöku innsæi þeim vonum sem margir báru í brjósti við upphaf frönsku byltingarinnar og þeim hryllingi sem hún leiddi til.

Eitt af meistaraverkum heimsbókmenntanna.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Klassískar bókmenntir Titill á frummáli: A Tale of Two Cities Þýðandi: Þórdís Bachmann

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-02-19
Lengd: 15Klst. 46Mín
ISBN: 9789178756148

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Ugla
Útgefið: 2020-10-27
ISBN: 9789935214485
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga