Hljóðbrot
Vorlík - Mons Kallentoft

Vorlík

Vorlík

3,85 310 5 Höfundur: Mons Kallentoft Lesari: Tinna Hrafnsdóttir
Hljóðbók.
Geislar vorsólarinnar leika um Linköping í Svíþjóð. Borgarbúar varpa af sér vetrardrunganum og flykkjast á útiveitingahúsin við Stóra torgið í hjarta borgarinnar. Nokkrar svölur svífa í loftinu, litríkir túlípanar eru boðnir til sölu og móðir með tvö ung börn gengur í átt að hraðbanka. Skyndilega er kyrrðin rofin —af öflugri og háværri sprengingu.

Rannsóknarlögreglukonan Malin Fors stendur við kistu móður sinnar er lágur dynur rýfur þögnina í útfararkapellunni. Skömmu síðar er hún á leið á Stóra torgið. Þar mætir henni sjón sem hún mun aldrei gleyma. Torgið er þakið glerflísum, sundurtættum blómum og grænmetisleifum. Augu hennar staðnæmast við ónýtan barnaskó. Mitt í þrúgandi þögninni nartar dúfa í eitthvað rautt.

Mons Kallentoft er einn af þekktustu höfundum Svíþjóðar og serían um Malin Fors, lögreglukonu í Linköping hefur slegið í gegn.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Malin Fors: 4 Titill á frummáli: Vårlik Þýðandi: Jón Þ. Þór

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-03-15
Lengd: 13Klst. 44Mín
ISBN: 9789178890972
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga