Englar vatnsins - Mons Kallentoft

Englar vatnsins

Englar vatnsins

0.0 0 5 Höfundur: Mons Kallentoft Lesari: Tinna Hrafnsdóttir
Væntanlegar bækur 2019-05-29.
Dag einn í septembermánuði er Malin Fors kölluð út til að rannsaka morð í einu af fínni hverfum Linköping. Hjón hafa fundist látin í heitum potti við hús sitt. Fimm ára gömul uppeldisdóttir þeirra, Ella, er hvergi sjáanleg. Mikil leit hefst að barninu. Þung rigningarský hvíla yfir borginni og endurspegla hugarástand Malinar og samstarfsfólks hennar. Við rannsókn málsins verða óljós skilin milli lífs og dauða — milli góðs og ills. Enn á ný neyðist Malin til að horfast í augu við eigin djöfla. Áfengið er freistandi flóttaleið frá veruleikanum. En hún má ekki bregðast Ellu litlu, hún verður að finna hana og klófesta þann sem myrti foreldra hennar. Mons Kallentoft er einn af þekktustu höfundum Svíþjóðar. Ritröð hans um Malin Fors, lögreglukonu í Linköping, hefur notið mikilla vinsælda.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Glæpasögur Seríur: Malin Fors: 6 Titill á frummáli: Vattenänglar Þýðandi: Jón Þ. Þór

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Lengd: 0Mín

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.
Prófaðu frítt í 14 daga