Hljóðbrot
Blöndukúturinn - Bragi Þórðarson

Blöndukúturinn

Blöndukúturinn

4,2 15 5 Höfundur: Bragi Þórðarson Lesari: Bragi Þórðarson
Hljóðbók.
Rafbók.
Þessi bók hefur að geyma frásagnir af eftirminnilegum atburðum og skemmtilegu fólki sem tengist Akranesi og Borgarfirði. Brugðið er upp myndum af lífi fólks í leik og starfi. Lýst átökum þess við óblíða náttúru og harðsnúin yfirvöld. Sagt er frá fyrstu áætlunarferðum á Faxaflóa. Birt er frásögn af störfum sjómannskonu á Akranesi og frásagnir af frækilegum björgunarafrekum í Faxaflóa og á Borgarfirði. Sagt er frá dvöl Hjalta Björnssonar í Danmörku og Þýskalandi á stríðsárunum, heimferð með þýskum kafbáti og síðan fangavist í Bretlandi. Þáttur af Pétri Hoffmann og síðustu sjóferð hans. Þá eru minningar og sagnir frá náttúruperlunum Akrafjalli og Elínarhöfða. Þáttur um Báruhúsið, gamanvísna- og revíuhöfundinn Theódór Einarsson, skemmtikraftana og EF-kvintettinn. Þættirnir í bókinni voru fluttir í Ríkisútvarpinu haustið 1997 undir heitinu „Blöndukúturinn". Vegna óska fjölmargra hlustenda var ákveðið að birta þá í bókarformi og nú í rafbókaformi. Heiti þáttanna gefa hugmynd um fjölbreytt efni bókarinnar. Höfundur bókarinnar, Bragi Þórðarson útgefandi, hefur áður sent frá sér bókaflokkana „Borgfirsk blanda" I-VIII, sagnir og fróðleikur úr Mýra- og Borgarfjarðarsýslum , og „Lífsreynsla" I -III, frásagnir af eftirminnilegri og sérstæðri reynslu.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Emma.is
Útgefið: 2011-11-01
Lengd: 7Klst. 10Mín
ISBN: 9789935203540

Meiri upplýsingar um rafbókina

Útgefandi: Emma.is
Útgefið: 2012-02-25
ISBN: 9789935200808
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga