Hljóðbrot
Til eru fræ: Haukur Morthens - saga söngvara og séntilmanns - Jonas Jonasson

Til eru fræ: Haukur Morthens - saga söngvara og séntilmanns

Til eru fræ: Haukur Morthens - saga söngvara og séntilmanns

4,16 186 5 Höfundur: Jonas Jonasson Lesari: Jóhann Sigurðarson
Hljóðbók.
Sennilega hefur enginn íslenskur söngvari sungið sig jafn rækilega inn í hjörtu og þjóðarsál Íslendinga og Haukur Morthens. Í áratugi var hann vinsælasti dægurlagasöngvari landsins, söngvari sem kunni þá list að hræra strengi í brjóstum áheyrenda sinna og þá til að hrífast, brosa og jafnvel fella tár.

Þegar hinn kunni útvarpsmaður og rithöfundur Jónas Jónasson og Haukur Morthens fóru að skrá sögu Hauks var hann orðinn helsjúkur maður og honum entist ekki aldur til að ljúka því verki sem þeir félagar hófu. En Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Hauks, og fjölmargir vinir hlupu í skarðið og fylltu upp í þá mynd sem hér er brugðið upp af söngvaranum og séntílmanninum Hauki Morthens.

Þótt allir þekktu og dáðu hljómþýða rödd Hauks Morthens voru færri sem þekktu manninn á bak við röddina. Í þessari bók er viðburðarík og oft ævintýraleg saga hans sögð. Jóhann Sigurðarson les og gerir sögu Hauks einstök skil.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ævisögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-04-09
Lengd: 5Klst. 10Mín
ISBN: 9789178899272
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 7 daga