Hljóðbrot
Ég er ekki norn - Kim M. Kimselius

Ég er ekki norn

Ég er ekki norn

4.5 38 5 Höfundur: Kim M. Kimselius Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Sem hljóðbók.
„Nei, ekki aftur!“ hrópar Ramóna skelfingu lostin. Theó veit vel hvers vegna hún hrópar: Tímaflutningur! Hvert eru þau nú að fara? Á næsta augnabliki standa þau við brennandi bálköst og efst á honum er ung stúlka bundin við staur. Þau hafa flust aftur á galdraöldina og hér á að brenna stúlkuna á báli fyrir galdra. Vinirnir hika ekki. Þau þrífa stiga sem liggur á jörðinni, reisa hann upp við bálköstinn og Ramóna klifrar upp til að leysa stúlkuna.

Fólkið sem er að fylgjast með galdrabrennunni stendur sem lamað og Ramóna, Theó og unga stúlkan taka til fótanna. Þá upphefst spennandi atburðarás sem lýsir nornaveiðum fyrri tíma.

Hér er á ferðinni önnur bókin um stúlkuna Ramónu sem ásamt Theó félaga sínum ferðast um í tíma og kynnist þannig mörgum af merkustu atburðum mannkynssögunnar af eigin raun.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ungmennabækur Seríur: Ramóna og Theó: 2 Titill á frummáli: Jag är ingen häxa Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-05-16
Lengd: 5Klst. 35Mín
ISBN: 9789178899241
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga