Hljóðbrot
Flóð: 01 – Hættusvæði - Björn Thors, Hrafnhildur Hagalín

Flóð: 01 – Hættusvæði

Flóð: 01 – Hættusvæði

4.16 58 5 Höfundur: Björn Thors, Hrafnhildur Hagalín Lesari: Björn Thors, Hrafnhildur Hagalín
Sem hljóðbók.
Stórt snjóflóð féll á Flateyri á Vestfjörðum árið 1995. Hvernig á að segja svona viðkvæma sögu? Samhliða leiksýningunni Flóð, sem var á fjölum Borgarleikhússins, unnu Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín 10 þátta hlaðvarp um tildrög verksins, sköpunarferlið og sögu snjóflóðsins.

Leikverkið sjálft er svokallað heimildaverk og byggir á viðtölum Björns og Hrafnhildar við aðstandendur og eftirlifendur snjóflóðsins sem féll á Flateyri. Í hlaðvarpinu er skyggnst bak við sköpunarferlið og tildrög verksins könnuð sem og viðbrögð leikhússins, viðbrögð viðmælenda og aðstandenda, óvæntar uppákomur sem verða á leiðinni og vangaveltur höfunda um verkefnið. Inn í þetta fléttast svo viðtölin sjálf og saga snjóflóðsins á Flateyri. Björn og Hrafnhildur leiða hlustendur í gegnum þættina líkt og sögumenn, og gefa þeim þannig innsýn í flókið ferli leikritunar, heimildaöflunar og úrvinnslu.

Viðmælendur í fyrsta þætti: Eiríkur Finnur Greipsson, Grétar Örn Eiríksson, Smári Eiríksson, Guðjón Guðmundsson, Bjarnheiður Ívarsdóttir, Páll Önundarson, Guðrún Pálsdóttir, Snorri Hermannsson.

Umsjón: Björn Thors og Hrafnhildur Hagalín.
Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir
Framleiðendur: Rás 1 og Borgarleikhúsið

Heimildaserían Flóð var unnin í samstarfi við Borgarleikhúsið og Rás1. Serían var fyrst flutt á Rás1.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Almennar bækur Seríur: Flóð: 1 Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Björn Thors
Útgefið: 2016-01-30
Lengd: 36Mín
ISBN: 9789179072834
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga