Hljóðbrot
Fallöxin - Kim M. Kimselius

Fallöxin

Fallöxin

4.28 25 5 Höfundur: Kim M. Kimselius Lesari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Sem hljóðbók.
Fallöxin er fjórða bók sænska rithöfundarins Kim M. Kimselius um ævintýri unglingana Ramónu og Theó sem flakka um tímarúmið og upplifa sögulega atburði í eigin persónu og á staðnum.

Eins og titill bókarinnar gefur til kynna gerist sagan í Frakklandi þegar franska byltingin var í fullum gangi, nánar tiltekið árið 1793. Ógnarstjórn ríkti í landinu, aftökur voru daglegt brauð og einu gilti hvaða samfélagsstöðu menn höfðu, böðullinn fór ekki í manngreinarálit. Meira að segja sjálfur konungurinn, Loðvík XVI. fékk að kenna á fallöxinni og örlögin haga því þannig að söguhetjurnar okkar, þau Theó og Ramóna, fá að kynnast þessu hættulega tæki, með skelfilegum afleiðingum.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Ungmennabækur Seríur: Ramóna og Theó: 5 Titill á frummáli: Giljotinen Þýðandi: Elín Guðmundsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-08-15
Lengd: 7Klst. 25Mín
ISBN: 9789178975877
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga