Hljóðbrot
Rödd í dvala - Dulce Chacón

Rödd í dvala

Rödd í dvala

4.0 23 5 Höfundur: Dulce Chacón Lesari: Sólveig Arnarsdóttir
Sem hljóðbók.
Rödd í dvala segir frá konum sem tóku þátt í borgarastríðinu á Spáni á fjórða áratugnum, sumar í fremstu víglínu. Eftir að málstaður þeirra beið ósigur fyrir fasisma Francos þurftu þær sem lifðu af að þola fangavist og pyntingar í yfirfullu kvennafangelsi í Madríd. Margar fórnuðu lífinu fyrir vonina um frelsi. Rödd í dvala er byggð á vitnisburði fjölmargra kvenna og karla sem sátu í fangelsi í stjórnartíð Francos.

Þessi átakanalega saga varð metsölubók á Spáni og hlaut verðlaun sem bók ársins 2003. Spænski leikstjórinn Benito Zambrano frumsýndi 2011 samnefnda kvikmynd byggða á bókinni.

Þótt sagan gerist á Spáni hljómar hin sama rödd í dvala alls staðar þar sem frelsinu er ógnað. Skáldsaga Dulce Chacón hefur átt gífurlegri velgengni að fagna á Spáni, vafalaust vegna þess að frásögn höfundar er sanngjörn og áhrifamikil, og vegna þess að kúguðum og nafnlausum konum er þar leyft að segja sögu sína. Sólveig Arnarsdóttir les.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Titill á frummáli: La voz dormida Þýðandi: María Rán Guðjónsdóttir

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Storyside
Útgefið: 2019-05-06
Lengd: 9Klst. 52Mín
ISBN: 9789178976034
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga