Hljóðbrot
Um hjartað liggur leið – Leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs - Jack Kornfield

Um hjartað liggur leið – Leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs

Um hjartað liggur leið – Leiðsögn um fyrirheit og hættur andlegs lífs

2.87 8 5 Höfundur: Jack Kornfield Lesari: Sigurður Skúlason
Sem hljóðbók.
Þegar kemur að leiðarlokum og fólk lítur yfir farinn veg eru spurningarnar sem það spyr yfirleitt ekki „hvað sé mikið inni á bankabókinni“ eða „hvað það hafi skrifað margar bækur“ eða „byggja mörg hús“. Ef þú hefur notið þeirra forréttinda að vera hjá fólki sem veit að það er að deyja þá veistu að spurningar þess eru mjög einfaldar: Gaf ég raunverulega ást? Lifði ég lífinu lifandi? Lærðist mér að gefa eftir? Í þessum spurningum felst kjarni andlegs lífs. (Úr 1. kafla)

Jack Kornfield er kunnur andlegur lærifaðir og hugleiðslukennari. Hann er fyrrverandi búddamunkur úr klaustrum í Suðaustur-Asíu sem kastaði kuflinum er hann fluttist aftur til Bandaríkjanna. Hann er doktor í klínískri sálarfræði og hefur einstakt lag á að samræma hina fornu og tímalausu speki Austurlanda annars vegar og nútíma vestræna sálfræði hins vegar. Sú blanda er hvoru-tveggja óvenjuleg og áhrifarík. Hann hefur ferðast um heiminn, haldið fyrirlestra og stjórnað kyrrðarvökum, auk þess að skrifa bækur sem hafa hlotið mikla athygli. Á þessari hljóðbók er að finna valda kafla úr tveimur bóka hans: Um hjartað liggur leið (A Path With Heart) og Þegar sælunni lýkur taka þvottarnir við (After the Ecstasy, the Laundry).
Tungumál: Íslenska Flokkur: Trúarbrögð og andleg málefni Titill á frummáli: A Path With Heart; After the Ecstasy, the Laundry Þýðandi: Sigurður Skúlason

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Sigurður Skúlason
Útgefið: 2019-06-11
Lengd: 14Klst. 37Mín
ISBN: 9789935170736
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga