Hljóðbrot
Draumur þinn rætist tvisvar - Kjartan Árnason

Draumur þinn rætist tvisvar

Draumur þinn rætist tvisvar

3,53 15 5 Höfundur: Kjartan Árnason Lesari: Sigurður Skúlason
Sem hljóðbók.
Draumur þinn rætist tvisvar er skáldsaga um glaðværð lífsins og hina óumflýjanlegu skugga, þroskasaga þar sem sérstaka athygli vekur nærfærin lýsing á sambandi drengs við ömmu sína. Aðalpersóna sögunnar er þátttakandi í leik lífsins uns henni er varnað þess. Sársaukinn flæðir inn og hið kyrra yfirborð sögunnar, kunnuglegt umhverfi, fær allt í einu annan lit.

Sagan er sögð af hógværð, raunsæi einkennir hana, en aldrei fjarri er grunur um aðra og dýpri merkingu hverdagslífsins líkt og örn fljúgi yfir og varpi skugga á veröld sem í fljótu bragði virðist áhyggjulaus.

Látlaus frásagnarstíll höfundar er trúverðugur og leynir einatt á sér. Undir lok sögunnar opnast lesandanum ný sýn og hann er reynslunni ríkari.
Tungumál: Íslenska Flokkur: Skáldsögur Þýðandi:

Meiri upplýsingar um hljóðbókina:

Útgefandi: Sigurður Skúlason
Útgefið: 2019-06-11
Lengd: 3Klst. 47Mín
ISBN: 9789179215033
Umsagnir

Hafðu alltaf góða bók við höndina - hlustaðu og lestu hvar og hvenær sem er

Lestu og hlustaðu á eins margar bækur og þú vilt! Vistaðu bækurnar á tækið fyrir ferðalögin, hlustaðu til skiptis á aðrar bækur, veldu sögur fyrir börnin þín og finndu næstu uppáhalds bókina þína. Með Storytel ertu ávallt með heilt bókasafn í vasanum.

Prófaðu frítt í 14 daga